Hleðslustöðvar fyrir rafbíla settar upp við MTR

Skólameistari Menntaskólans við Tröllaskaga hefur fengið leyfi frá Bæjarráði Fjallabyggðar til að setja upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla fyrir nemendur og starfsfólk skólans við norðurgafl hússins.  Ekki kom fram í erindi skólameistara MTR hver kostnaður væri við þessa uppsetningu. Að auki hefur Bæjarráð Fjallabyggðar lýst yfir ánægju sinni með framtakið.