Eftir nokkra mánaða pásu þá hafa strákarnir í Hlaðvarpinu á Tæpasta vaði loksins sent út þátt. Næstnýjasti þátturinn sem gefinn var út þótti standa tæpt og vera á tæpasta vaði, en nú hafa þeir beðist afsökunar og eru komnir á fulla ferð aftur með nýjustu fréttir frá Fjallabyggð. Í þættinum er farið yfir nýjustu fréttir af mögulegri uppbyggingu á Siglufirði, ræddu úrslit KF og stöðuna á liðinu. Þá var skotið fast á Dalvíkinga og Ólafsfirðinga, en allt í léttu gríni. Þá var símahrekkur þegar hringt var á Sigló hótel. Strákarnir ræddu líka listahátíðina sem framundan er í Alþýðuhúsinu og fleira.

Þeir félagar ætla sér að gefa út fleiri þætti í sumar og hafa lofað öðrum símahrekki.

En aðdáendur hafa tekið eftir að þætti nr. 16 sem var tekinn upp í mars hefur verið eytt út, og er þessi nýjasti þáttur núna kallaður þáttur nr. 16 í 2. seríu.

Hægt er að hlusta á alla þættina hérna.