Karlalið Blakfélags Fjallabyggðar mætti HKörlum í morgun á Íslandsmótinu í 2. deild karla. HKarlar byrjuðu leikinn af krafti og komust í 0-7 og 3-10. Í stöðunni 5-12 átti BF frábæran kafla og jöfnuðu leikinn og komust yfir með 9 stigum í röð! Staðan skyndilega orðin 14-12 og HKarlar tóku leikhlé.

HKarlar snéru taflinu við röðuðu inn stigunum en í stöðunni 17-16 skoruðu þeir 9 stig í röð og kláruðu hrinuna án þess að BF næði að svara.

Seinni hrinan var ekki eins kaflaskipt en BF komst í 5-2 og 6-3 en það var í síðasta skipti sem þeir voru í fyrstu því HKarlarnir tóku aftur við sér og komust í forystu 7-10 og 12-16.

Í stöðunni 15-19 skoruðu HKarlar sex stig í röð og kláruðu leikinn 15-25 og unnu 0-2.