Hjúkrunarframkvæmdastjóri óskast Dalbæ í Dalvíkurbyggð

Staða hjúkrunarframkvæmdastjóra hjúkrunar- og dvalarheimilisins Dalbæjar á Dalvík er laus til umsóknar. Leitað er að einstaklingi til að takast á við krefjandi og skemmtilegt starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.  Dalbær er hjúkrunar- og dvalarheimili á Dalvík og tók til starfa árið 1979. Á Dalbæ eru 38 íbúar þar af 27 í hjúkrunarrýmum og 11 í dvalarrýmum. Fjöldi starfsmanna er 65 í um 37 stöðugildum. Umsóknarfrestur er til 22. apríl. Nánari upplýsingar á vef Dalvíkurbyggðar.

Mynd:d alvik.is