Umræða hefur verið um mikilvægi sálgæslu á Sjúkrahúsinu á Akureyri og hefur verið lögð töluverð vinna í að skoða hvernig tryggja megi þá þjónustu með það að leiðarljósi að þjónustan verði aðgengileg á hefðbundnum dagvinnutíma sem og utan hans.

Frá og með 1. apríl 2022 munu hjúkrunarfræðingar geðdeildar taka að sér sálgæsluhlutverkið í formi stuðnings og ráðgjafar varðandi andlega sálræna vanlíðan hjá sjúklingum og/eða aðstandendum þeirra.

Forstöðumaður geðdeildar er í forsvari fyrir verkefninu og mun á næstu vikum kynna fyrirkomulag þjónustunnar ásamt því vera í sambandi við Þjóðkirkjuna varðandi þeirra aðkomu