Hjólreiðahelgi Greifans
Hjólreiðahelgi Greifans fer fram um helgina á Akureyri. Fjölbreyttar keppnir verða haldnar helgina 27.-29. júlí. Á föstudag verður Ganga mótið. Á laugardag verður Barna- og unglinga XC mót í Naustaborgum. Kirkjutröppubrunið verður með sama sniði og áður á vegum HFA kl: 18:00. Brautin byrjar í tröppum fyrir ofan gamla Barnaskólann þaðan niður nokkur sett af tröppum í átt að Akureyrarkirkju og endar svo niður kirkjutröppurnar 116 talsins. Brekkusprettir verða í Listagilinu. Enduro Akureyri, tímataka byrjar hjá gönguskíðaskálanum kl 11:00.
Á sunnudag verður Íslandsmeistaramótið í Fjallabruni. Hjóluð verður braut í Hlíðarfjalli Akureyri. Criterium verður í kringum Glerártorg og Sparkhjólamót.
Allar nánari upplýsingar um einstök mót á vef HRÍ.is.