Hjólreiðahátíð Greifans fer fram 22-26. júlí 2020

Hjólreiðahátíð Greifans fer fram dagana 22-26. júlí næstkomandi. Gangamót Greifans fer fram fimmtudaginn 23. júlí þegar hjólað verður frá Siglufirði til Akureyrar.
Mótið er hluti af stigamótaröð HRÍ og þarf að vera skráður í félag sem er aðili að HRÍ til að skrá sig í stigamót. Öllum er frjálst að skrá sig í Almenningsflokk.

Ræst verður klukkan 18:00 frá Sigló Hótel á Siglufirði og hjólað til Akureyrar. Endamörk verða við skíðahótel í Hlíðarfjalli og á svæði Bílaklúbbs Akureyrar og er endamark misjafnt eftir hópum.

Mótið telur til stiga til mótaraðarinnar “Hjólreiðagreifi/Hjólreiðagreifynja”

Dagskrá:

Miðvikudagur 22. júlí:
20:00 – TimeTrial í Eyjafirði
Fimmtudagur 23. júlí:
18:00 – Gangamót Greifans – Stigamót Götuhjólreiðar | Siglufjörður – Akureyri
Föstudagur 24. júlí:
16:35 – Stigamót í Fjallahjólreiðum (XCO) 16 ára og yngri
19:20 – Stigamót í Fjallahjólreiðum (XCO) 17 ára og eldri
Laugardagur 25. júlí:
10:00 – Enduro Akureyri – EWS Qualifier
18:00 Brekkusprettur í Listagilinu
19:00 Kirkjutröppubrun
Sunnudagur 26. júlí: 
9:30 – Stigamót í Criterium – 16 ára og yngri
10:30 – Stigamót í Criterium – 17 ára og eldri
13:00 – Stigamót í Downhill/Fjallabruni