Hjólað á rúmum 2 tímum frá Siglufirði til Akureyrar

Um helgina var Hjólahelgi haldin á Akureyri og ýmsir viðburðir. Meðal annars var Gangnamót haldið þar sem hjólað var frá Strákagöngum á Siglufirði í gegnum Héðinsfjarðargöng og alla leiðina til Akureyrar. Þeir hröðustu hjóluðu á tveimur tímum og ellefu mínútum. Leiðin var 75 km.

Í karlaflokki vann Elvar Örn Reynisson á 2:11:47 sek, í  öðru sæti var Guðmundur B. Friðrikson á 2:11:48 sek, og í þriðja sæti var Bjarni Birgisson á 2:11:49 sek.

Í kvennaflokki vann Hrefna Bjarnadóttir á tímanum: 2:19:51 sek. Í öðru sæti var Hrefna Ketilsdóttir á 2:38:23 sek. Í þriðja sæti var Jónína B. Erlingsdóttir á 2:38:26 sek. Allar myndir má sjá hér.

500559223 365943393

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

3704647_orig

 

Myndir frá www.hjolak.is