Hippahelgi á Ketilási í Fljótum

Hippahelgi verður haldin á Ketilási í Fljótum þessa helgina. Búast má við góðri mætingu enda er veðurspáin góð.

Hljómsveitin Blómálfarnir leika fyrir dansi á laugardagskvöldinu frá klukkan 22-02. Hljómsveitina skipa þeir Magnús Kjartansson, Finnbogi Kjartansson og Ari Jónsson. Aldurstakmark er 45 ára nema í “fylgd með fullorðnum”

Hippamarkaður verður á Ketilási á laugardag og á Siglufirði á sunnudag. Hægt verður a kaupa Hippafatnað, skart,matvæli og handverk.

Sjá opinbera vefsíðu hér.