Hippaball í Fljótunum

Stundum er besta leiðin þín eigin leið og hún mun liggja á hippaball á Ketilás þann 21. Júlí. Næsta laugardag.
 Blómálfarnir Ari Jónsson, Finnbogi og Magnús Kjartanssynir halda uppi fjörinu með gullaldarlögum frá hippatímanum. Fimm ára afmæli hippahátíðar í Fljótunum. Fjörið hefst stundvíslega kl. 22.00 á túninu með friðarsöng og ballið verður til 02.00.
  •  Sætaferðir frá Ólafsfirði og Siglufirði. Markaður og fjör fyrr um daginn eða frá 10.00-15.00.
  •  Sjáumst á Woodstock Fljótanna. ♥♥
  • Aldurstakmark 45 ár nema í fylgd með fullorðnum.
Sjá Auglýsinguna hér.
Heimild: ketilsas08.blog.is
PS: Bjarni bróðir mætir hress að  vanda. Sjá hann hérna í gulum bol.