Hippaball á Ketilási

Hið árlega hippaball verður á Ketilási laugardagskvöldið 27. Júlí frá kl 22.00 til 02.00
Ballið hefst stundvíslega með því að blásið verður til friðarsöngs á túninu við samkomuhúsið.
Hin stórgóða hljómsveit Blek og Byttur leikur fyrir dansi.
Aldurstakmark er 45 ár en yngri eru velkomnir í fylgd með fullorðnum
Allir þeir sem komið hafa á Hippaball á Ketilási mæla með því vegna tónlistarinnar sem er frá Hippatímanum og vegna þess sérstaka friðar og gleðianda sem þar ríkir.

Norðurport lifandi markaður verður með fjölbreyttan markað sem fyrr sama dag á Ketilási og hefst hann klukkan 13:00 – og stendur til kl. 17:00. Skráning í síma 618-9295 eða á margr.tr@simnet.is
Hittumst hress á markaðinum og svo á flottasta balli ársins í kvöldsólinni í Fljótunum fögru.