Hilmari boðið á Evrópumeistaramót í kraftlyftingum
Hilmari Símonarsyni frá Kraftlyftingafélagi Ólafsfjarðar hefur verið boðin þátttaka í Evrópumeistaramótinu í klassískum kraftlyftingum sem haldið verður í Svíþjóð 3.-12. desember.
Nú er allt erfiðið heldur betur að skila sér hjá Hilmari, hann hefur ekkert látið stoppa sig hvorki Covid né neitt annað og er að uppskera eftir því.
Þetta er mögnuð viðurkenning fyrir Hilmar og verður spennandi að fylgjast með átökum Himars fram að móti.
KFÓ greindi fyrst frá þessu á samfélagsmiðlum.