Hilmar Símonarson frá Kraftlyftingafélagi Ólafsfjarðar Fjallabyggð var í 2. sæti og vann til fjögurra silfurverðlauna á Vestur-Evrópumeistaramóti í klassískum lyftingum.
Hilmar keppti fyrir Íslands hönd á Vestur-Evrópumeistaramóti í klassískum lyftingum sem haldið var í Reykjanesbæ. Hann keppti í nýjum þyngdar flokk, vigtaðist 69,8 kg í undir 74 kg flokki og fékk silfurverðlaun fyrir dagsverkið.
Vegna meiðsla hafði Hilmar ekki getað æft að krafti fyrir stórmótið en lét slag standa og sér ekki eftir því í dag.
200 kg hnébeygja og 135 kg bekkpressa voru dæmd gegn Hilmari vegna tæknivillu þrátt fyrir að þær hafi báðar upp og voru báðar lyftur persónulegar bætingar, en 215 kg réttstaða flaug upp af öryggi og skilaði Hilmar 7,5 kg undir hans besta samanlagða árangri sem verður að teljast frábært miðað við aðstæður.
KFÓ greindi fyrst frá þessu á samfélagsmiðlum.