Heyrna- og talmeinastöðin heimsækir Norðurland

Í síðustu viku tók Heyrnar- og talmeinastöð Íslands í notkun nýja sérútbúna bifreið, sem verður notuð til reglulegra ferða út á land svo færa megi þjónustu HTÍ nær notendum. Stöðin heimsækir Norðurland dagana 15.-18.september n.k. og verður á Sauðárkróki (við Heilbrigðisstofnunina á Sauðárhæðum), miðvikudaginn 16. september frá kl. 9-13. Bíllinn verður á Blönduósi 15. september og á Siglufirði 16. september eftir hádegi.

Bifreiðin gerir HTÍ kleift að auka þjónustu heyrnardeildar sinnar við viðskiptavini um land allt. Hún er fullbúin heyrnarmælinga- og þjónustustöð, búin öllum þeim tækjum og verkfærum sem sérfræðingar HTÍ þurfa til greiningar og meðferðar heyrnarmeina. Stefnt er að því að með nettengingum og fjarbúnaði í bílnum geti læknar og heyrnarfræðingar stofnunarinnar jafnvel sinnt skjólstæðingum frá höfuðstöðvum í Reykjavík í framtíðinni.

HTÍ hefur frá ársbyrjun starfrækt Heyrnar-móttöku á Sauðárkróki annan hvern föstudag frá kl. 12-16. Sú þjónusta mun áfram verða í boði. Næsti móttökudagur er föstudaginn 2. október.

Billinn-til-thjonustu-reidubuinn