Hertar reglur á Bókasafni Fjallabyggðar

Föstudaginn 31. júlí kl. 12.00 verður hert á takmörkunum á Bókasöfnum Fjallabyggðar vegna Covid 19. Bókasöfnin í Fjallabyggð verða áfram opin en skert þjónusta verður tekin upp eins og áður en hömlum var aflétt.

TVEGGJA METRA REGLAN GILDIR!
• Hefðbundinn afgreiðslutími – 13.00-17.00 virka daga
• Allir spritta sig
• Skert þjónusta
• Dagblöðin liggja ekki frammi
• Tímarit eru til útláns eingöngu, ekki er leyfilegt að skoða þau á safninu
• Öll leikföng á barnadeild hafa verið tekin úr umferð
• Lágmörkum tímann sem við erum á safninu
• Biðlum til viðskiptavina að dvelja ekki lengur á safninu en þann tíma sem það tekur að velja sér bækur, taka/skila
Takk fyrir að virða og fara eftir fyrirmælum starfsmanna 😊

Hægt verður að fylgjast með frekari breytingum á:
bokasafn.fjallabyggd.is – facebook.com/BokasafnFjallabyggdar, Siglufirði, Ólafsfirði – eða hafa samband bokasafn@fjallabyggd.is – sími 4649120.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bókasafni Fjallabyggðar.