Hertar heimsóknarreglur á hjúkrunar- og sjúkradeildum HSN
Þar sem COVID-19 smitum fer fjölgandi í samfélaginu er nauðsynlegt að bregðast við til að vernda okkar viðkvæma hóp íbúa og sjúklinga. Frá og með 10. október 2020 gilda eftirfarandi heimsóknarreglur á hjúkrunar- og sjúkradeildum HSN:
- Aðeins einn gestur má heimsækja hvern íbúa tvisvar í viku á fyrir fram ákveðnum heimsóknartíma hverrar deildar í samráði við deildarstjóra. Við óskum eftir því að sá hinn sami sé nánast í sjálfskipaðri sóttkví og passi sig sérstaklega.
- Aðstandendur sem eru að koma frá höfuðborgarsvæðinu eru beðnir um að koma ekki í heimsókn til íbúa fyrr en sjö dagar eru liðnir frá dvöl á höfuðborgarsvæðinu.
- Gestir beri grímur á leið sinni innan heimilis, frá útidyrum að vistarveru ættingja og mega ekki staldra við í sameiginlegum rýmum heimilis.
- Virðið 2ja metra regluna og forðist snertingu við íbúa eins og hægt er.
- Undanþága er aðeins veitt við mikil veikindi íbúa og þarf að fá leyfi deildarstjóra.
- Viðkomandi gestur þarf að spritta hendur um leið og komið er inn, í upphafi heimsóknar.
- Að heimsókn lokinni farið þá beint út án þess að stoppa og spjalla á leiðinni. Vinsamlegast sprittið hendur við brottför.
- Mælst er til þess að íbúar fari ekki í heimsóknir á meðan bylgja faraldurs gengur yfir og eru þeir í staðinn hvattir til að hitta sína nánustu í garði heimilis eða fara í bíltúr með sínum nánasta.
Vinsamlega kynnið ykkur eftirfarandi reglur:
- Ekki koma í heimsókn ef þú ert að koma frá höfuðborgarsvæðinu og ekki eru liðnir 7 dagar frá komu þaðan.
- Ekki koma í heimsókn ef þú ert í einangrun eða sóttkví.
- Ekki koma í heimsókn ef þú ert að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku.
- Ekki koma í heimsókn ef þú ert með flensueinkenni (kvef, hósta, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl).
- Ekki koma í heimsókn ef þú varst erlendis fyrir minna en 14 dögum.
Nánara fyrirkomulag og upplýsingar varðandi heimsóknir má finna á undirsíðum starfsstöðva hér:
Blönduós
Fjallabyggð
Húsavík Skógarbrekka
Sauðárkrókur Deild I og II
Sauðárkrókur Deild III, V og VI
Þessar reglur verða endurskoðaðar eftir þörfum og verða aðstandendur upplýstir um leið og einhver breyting verður.