Hermannsgangan á Akureyri

Í gær fór af stað mótaröð Íslandsgöngunnar þegar um 80 þátttakendur tóku þátt í Hermannsgöngunni á Akureyri. Flottar aðstæður voru í brautinni og boðið upp á að ganga 4km, 12km og svo 24km í sjálfri stigakeppninni.

Skíðafélag Ólafsfjarðar átti flotta fulltrúa í göngunni, Hólmfríður Sturludóttir, Tinna Kristjánsdóttir, Hrannar Snær Magnússon, Unnsteinn Sturluson og Sigurbjörn Albert Sigursteinsson gengu öll 4km. Marinó Jóhann Sigursteinsson og Hugrún Pála Birnisdóttir gengu 12km og Kristján Hauksson fór 24km.

Úrslitin úr skíðagöngunni má sjá hér.