Héraðsmót í blaki í Fjallabyggð um helgina

Héraðsmót Norðausturlands í blaki fer fram í íþróttahúsinu á Siglufirði laugardaginn 3. október. Mótið hefst kl. 10:00 og reiknað er með að því ljúki um kl. 14:00. Alls eru 30 lið skráð til leiks eða um 100 keppendur frá fjórum félögum. Liðin sem taka þátt eru: Blakfélag Fjallabyggðar, KA, Völsungur og Umf. Efling.

Mótið er fyrir yngstu iðkendurna en keppt er í U12 (2009 og yngri), U14 stúlkna (2007-2008) og U15 drengja (2006-2008). Í öllum flokkum er keppt í 3ja manna blaki en yngri hópurinn spilar mismunandi erfiðleikastig af blaki á badmintonvelli en eldri hópurinn hefðbundið blak á hálfum blakvelli.
Keppendur fá pizzuveislu í mótslok.

Óskar Þórðarson er mótsstjóri.

Skipulag og takmarkanir
Vegna Covid þá verða ákveðnar takmarkanir í tengslum við fjölda fólks í íþróttahúsinu en minnum á að mótið er fyrir krakkana og frábær vettvangur fyrir þau að hittast, spila blak og njóta samverunnar.
• Minnum á almennar sóttvarnir sem eru lykilatriði í öllu.
• Áhorfendur er ekki leyfðir heldur einungis þjálfarar/liðsstjórar (forsvarsmenn félaganna hafa verið beðnir um að skipuleggja þetta hjá sínu félagi, þannig að sem fæstir fullorðnir séu í íþróttahúsinu á hverjum tímapunkti).
• Sýnt verður frá mótinu á facebooksíðu Blakfélags Fjallabyggðar undir viðburðinum (Héraðsmót BF).
• Mótinu verður skipt upp í tvö holl til að fækka keppendum og liðsstjórum í íþróttahúsinu á hverjum tímapunkti og til að stytta viðverutíma hvers liðs. Skiptingin er ca:
o 09:45-11:00 > Yngri hópurinn (kasta-grípa og grípa bolta nr 2) – sex badmintonvellir
o 11:15-13:20 > U12 venjulegt blak – tveir badmintonvellir
o 11:15-14:30 > Eldri hópurinn (venjulegt blak)
• Þegar síðasta leik lýkur hjá hverju liði fá keppendur pizzu og svala ásamt mótsgjöf. Þau yfirgefa svo íþróttahúsið í framhaldinu.
• Íþróttahúsinu verður skipt upp í fjögur hólf og hvert félag hefur sitt hólf og er vinsamlegast beðið um að vera í sínu hólfi á meðan þau eru ekki að keppa.
• Allir leikir í öllum flokkum verða spilaðir á tíma en það er gert til að tímaplan standist.
• Ekki er opið fyrir búningsklefa og því þurfa keppendur að mæta klæddir.