Sunnudaginn 17. apríl mun Kristinn Jakobsson formaður dómaranefndar KSÍ heimsækja Norðurland, halda héraðsdómaranámskeið og vera með kynningu á breyttum áherslum á knattspyrnulögunum.

Unglingadómari hefur réttindi til þessa að dæma upp í 4. flokk og vera aðstoðardómari upp í 2. flokk. Héraðsdómari hefur aftur á móti rétt til þess að starfa sem dómari og aðstoðardómari upp í  meistaraflokk.  Boðið verður upp á héraðsdómaranámskeið í Símey kl. 10:00 og eru félögin á svæðinu beðin um að kynna námskeiðið vel innan sinna raða.

Sama dag kl. 14:00 verður verður kynning á breytingum á knattspyrnulögunum, sem eru verulegar að þessu sinni. Félög í Pepsi-deild og 1. deild karla eru skyldug samkvæmt leyfiskerfinu að mæta á fund vegna dómaramála á ári hverju og er þessi kjörið tækifæri til að félögin geti uppfyllt það ákvæði.  Öll félög á Norðurlandi eru hvött til þess að senda fulltrúa á kynninguna.

17/4 sunnudagur

  • 10:00 Símey. Þórsstíg 4 Akureyri. Héraðsdómaranámskeið.
  • 14:00 Símey. Þórsstíg 4 Akureyri. Breytingar á knattspyrnulögunum.

Félög eru vinsamlegast beðin um að staðfesta þátttöku á netfangið magnus@ksi.is