Helga Helgadóttir leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Fjallabyggð

Uppstillingarnefnd Sjálfstæðisflokksins í Fjallabyggð hefur verið að vinna að framboðslista flokksins og er sú vinna á lokametrunum. Búið er að stilla upp fjórum efstu sætunum og mun Helga Helgadóttir leiða lista flokksins í kosningum í vor. Allur listinn verður birtur þegar vinnu uppstillingarnefndar er lokið. Athygli vekur að Sig­ríður Vig­dís Vig­fús­dótt­ir er ekki í efstu fjórum sætunum, en hún gaf kost á sér í 1.-3. sæti flokksins.

Efstu fjögur sætin skipa:

1. Helga Helgadóttir, bæjarfulltrúi og þroskaþjálfari
2. Sigríður Guðrún Hauksdóttir, bæjarfulltrúi og verkakona
3. Tómas Atli Einarsson, atvinnurekandi
4. Ólafur Stefánsson, fjármálastjóri