Heitur pottur við smábátahöfnina á Sauðárkróki

Siglingaklúbburinn Drangey í Skagafirði hefur óskað eftir að fá að setja niður heitan pott við smábátahöfnina við Suðurgarð á Sauðárkróki. Pottinum er ætlað það hlutverk að þjóna börnum og unglingum á siglinganámskeiðum og öðrum þeim sem heimsækja klúbbinn og vilja nýta sér aðstöðu hans. Utan þess tíma verður potturinn lokaður með palli sem settur verður yfir hann og honum tryggilega læst.