Sundlaugin í Ólafsfirði

Heitavatnslaust verður í Ólafsfirði milli 17:00 og 23:00 í dag mánudaginn 13. september.

Vegna vinnu við dreifikerfi verður LOKAÐ fyrir HEITT VATN í Ólafsfirði, sunnan við Ólafsveg og fram í Hólkot í dag mánudaginn 13. september. Lokun er áætluð frá kl. 17:00 – 23:00 eða á meðan vinna stendur yfir. Á heimasíðu www.no.is má sjá góð ráð við hitaveiturofi.

Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.