Hlaðvarpsþátturinn úr Fjallabyggð, Á tæpasta vaði s02e11 er kominn út, um er að ræða 11. þátt í 2. seríu. Þátturinn kom á veiturnar á sunnudaginn og er afbragðshlustun þótt undirbúningur þáttarins hafi verið enginn að sögn strákanna. Það voru heitar umræður inn á milli og Jón lætur allt flakka. Þátturinn byrjar á jólalegu nótunum, en er samt ekki þessi jólaþáttur sem búið er að lofa. Strákarnir fara yfir stöðuna á heimilunum þeirra varðandi jólaskraut og jólaandann.  Strákarnir ræða hvort löggæslan á svæðinu sé nægjanlega sýnileg og fjölmenn miðað við áratugum áður.

Þeir ræddu um frábæru gjöfina sem sjálfboðaliðar gáfu yngriflokkum KF. Ræddum um búningamálin og kostnað foreldra sem hafa börn í mörgum íþróttum í Fjallabyggð, en hvergi er hægt að nota sama búninginn. Þá er rætt um hugmyndir af sameiningu félaganna og hvort nýtt nafn ætti að vera Íþróttafélag Fjallabyggðar (ÍF) ? Hafa eins búninga yfir allt, og þá væri hægt að samnýta að minnsta kosti sokka og stuttbuxur jafnvel sömu treyjuna í sumum íþróttum. Þá var rætt um nýjustu bókina hans séra Sigurðar, Völvur á Íslandi. Hörð umræða var um listamannalaunin á Íslandi. Þá var rætt um karlkyns kennara á Íslandi sem fer fækkandi.

Þátturinn er klukkutími og 15 mínútur.

Strákarnir hafa lofað jólaþætti í næstu upptöku, og vilja þeir fá Jóla-Danna og og Jóla-Magnús í þann þátt.

Hægt er að hlusta á alla þættina hér.