Heimsmeistaramót kvenna í íshokkí á Akureyri

Heimsmeistaramót í 2. deild kvenna í íshokkí verður haldið í Skautahöllinni á Akureyri 27. febrúar til 5. mars 2017. Þátttökuþjóðir eru auk Íslands, Spánn, Tyrkland, Rúmenía, Nýja Sjáland og Mexíkó.  Aldrei áður hefur slíkt mót verið haldið á Akureyri og er von á æsispennandi móti . Íslensku stelpurnar mæta einbeittar til leiks og reiðubúnar að leggja allt í sölurnar og sanna fyrir öllum heiminum að þær ætli sér að vinna mótið og koma sér í næsta styrkleikaflokk.

Það er gríðarlega mikilvægt að stelpurnar fái góðan stuðningu úr stúkunni.  Allur hagnaður miðasölu verður notaður í uppbyggingu íshokkí kvenna á Íslandi.

Happadrætti, dregið verður úr seldum miðum og hlýtur vinningsaðilinn landsliðstreyju frá stelpunum okkar.

Dagskrá heimsmeistaramóts kvenna 2017:

Mánudagur 27. febrúar
13:00 Tyrkland – Nýja Sjáland
16:30 Mexico – Spánn
20:00 Ísland – Rúmenía

Þriðjudagur 28. febrúar
13:00 Spánn – Nýja Sjáland
16:30 Rúmenía – Tyrkland
20:00 Ísland – Mexico

Fimmtudagur 2. mars
13:00 Spánn – Rúmenía
16:30 Mexico – Nýja Sjáland
20:00 Ísland – Tyrkland

Föstudagur 3. mars
13:00 Rúmenía – Mexico
16:30 Tyrkland – Spánn
20:00 Nýja Sjáland – Ísland

Sunnudagur 5. mars
13:00 Mexico – Tyrkland
16:30 Nýja Sjáland – Rúmenía
20:00 Spánn – Ísland

Miðaverð:

1.500 kr. á hvern leik sem íslenska liðið spilar, fyrir 17 ára og eldri.

Mótspassi sem gildir á alla leikina 5.000 kr.

Ókeypis fyrir 16 ára og yngri.