Heimir Ingi skrifar undir samning hjá KF

Heimir Ingi Grétarsson leikmaður KF hefur ákveðið að taka skóna af hillunni eftir að hafa tekið sér pásu árið 2016 vegna meiðsla. Hann hefur skrifaði undir samning hjá KF og hefur ákveðið að taka slaginn með KF út tímabilið. Heimir Ingi er fæddur árið 1996 og er hann sóknarsinnaður leikmaður sem getur spilað út á kanti, inná miðju og sem framherji. Heimir hefur alltaf spilað undir merkjum KF,  upp alla yngri flokka og spilaði hann sína fyrstu meistaraflokks leiki með KF árið 2013. Heimir mun koma til með að styrkja hópinn mikið, þar sem að hann er líkamlega sterkur og mjög yfirvegaður leikmaður. KF greindi fyrst frá þessu á vef sínum.

Heimir hefur leikið 14 leiki fyrir KF í meistaraflokki í deild og bikar en á ennþá eftir að skora mark í opinberum leik KSÍ. Hann lék síðast 8 leiki þegar KF var í 2. deildinni árið 2016, en hefur svo komið inná sem varamaður í einum leik í sumar.

Mynd: KFbolti.is