Heimilislegt á Hótel Siglunesi

Siglunes Guesthouse stendur við Lækjargötu 10 á Siglufirði.  Gestum er boðið upp á fjölbreytt lesefni á bókasafni Hótelsins, og er gestum sem ekki ná að klára bókina að fá hana lánaða heim og  senda hana til baka að loknum lestri. Ekki amaleg þjónusta það.

Siglnes er góður kostur fyrir þá sem vilja fá gistingu á góðu verði í Fjallabyggð.

Verðskráin fyrir sumarið er eftirfarandi:

 • Einstaklings herbergi, sameiginlegt bað.
  Verð: 11.900.-
 • Einstaklings herbergi með baði. Verð:17.900.-
 • Hjónaherbergi eða tveggja manna herbergi, sameiginlegt bað.
  Verð: 15.900.-
 • Hjónaherbergi eða tveggja manna með baði.
  Verð: 19.900.-
 • Þriggja manna herbergi með baði.
  Verð: 22.900.-
 • Fjölskylduherbergi með baði.
  Verð: 26.900.-

10599709_786447498111196_7871120209095057683_n