Heimildarmyndin Samstaða sýnd í Menningarhúsinu Tjarnarborg

Heimildarmyndin Samstaða verður sýnd í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði í vikunni. Myndin er heimildamynd um uppsetningu leikfélaganna í Ólafsfirði og Siglufirði á leikritinu Stöngin inn eftir Guðmund Ólafsson (Gumma Fjólu). Miðinn kostar 1500 kr fyrir fullorðna en 750 fyrir yngri en 12 ára.

Sýningar verða eftirfarandi:

  • Fimmtudaginn 22. ágúst klukkan 20:00
  • Föstudaginn 23. ágúst klukkan 20:00