Heimavöllur KA heitir nú Greifavöllurinn

Knattspyrnudeild KA og Greifinn Veitingahús á Akureyri hafa komist að samkomulagi um að hér eftir mun heimavöllur KA í Pepsi-deild karla bera nafnið Greifavöllurinn. Samningur KA og Greifans er til tveggja ára. Fyrsti leikur KA á vellinum með hinu nýja nafni var í dag  þegar liðið tók á móti Breiðablik, en leikurinn endaði 0-0.

Greifinn og KA hafa lengi unnið náið saman og er framlag Greifans ómetanlegt fyrir starf knattspyrnudeildar.