Heilsugæslustöðin á Akureyri býður námskeiðið fyrir foreldra barna sem eru yngri en 10 ára og í ofþyngd. Markmiðið er að hjálpa fólki að breyta lífsstíl fjölskyldunnar til betri vegar. Námskeiðið er fjórir hóptímar og þrjú fjölskylduviðtöl.

Miðað er að því að námskeiðið auðveldi foreldrum að búa til venjur, reglur og siði sem styðja við heilbrigðan lífsstíl ásamt því sem veitt eru ýmis gagnleg ráð sem tengjast næringu og hreyfingu.

Hóptímarnir verða á þriðjudögum kl. 16.30-18.00 og byrja 18. febrúar 2014 ef næg þátttaka fæst.

Leiðbeinendur eru Hrafnhildur Ævarsdóttir hjúkrunarfræðingur í ungbarnavernd og Þórdís Rósa Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur og einkaþjálfari.

Verð fyrir námskeiðið er 6.000 kr.

Skráning og nánari upplýsingar:

Hrafnhildur: gsm 6927040 eða hrafnhildur@hak.ak.is
Þórdís Rósa: gsm 8991099 eða heilsulund@akmennt.is

Heimild: akureyri.is