Heildarlaun einstaklinga í Fjallabyggð aukist síðustu 7 mánuði

Heildarlaun einstaklinga sem eru með lögheimili í Fjallabyggð hafa aukist um 140 milljónir á fyrstu 7 mánuðum ársins, miðað við sama tímabil í fyrra, sem er hækkun um 4% milli ára, þegar hækkunin á landsvísu er 6,9%
Í tillögu vegna staðgreiðslu er gert ráð fyrir að áhrif kjarasamninga á útsvarstekjur séu 20 milljónir.
Uppgjör útsvars Fjallabyggðar vegna síðasta árs hefur jákvæð áhrif upp á 13 milljónir.
Innbyrðis leiðrétting er gerð vegna málefna fatlaðra til lækkunar á skatttekjum og til lækkunar á öðrum rekstrarkostnaði félagsþjónustu.