Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar segir að heilbrigðisráðherra hafi ákveðið að sameina heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni þannig að ein stofnun verði í hverju heilbrigðisumdæmi, þar á meðal Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar.

Markmiðið með sameiningu er að skapa aukna möguleika á samstarfi og samnýtingu, kennslu heilbrigðisstétta og öflugri og stöðugri mönnun og að skapa sterkari rekstrar- og stjórnunareiningar. Þá fækkar ríkisforstjórum úr níu í þrjá.

Eftirtaldar heilbrigðisstofnanir í Heilbrigðisumdæmi Norðurlands munu sameinast:

  • Heilbrigðisstofnunin Blönduósi,
  • Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki,
  • Heilbrigðisstofnunin Fjallabyggð,
  • Heilbrigðisstofnun Þingeyinga,
  • Heilsugæslustöðin Dalvík,
  • Heilsugæslustöðin á Akureyri.