Heilbrigðisráðherra heimsækir Heilbrigðisstofnun Norðurlands

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, heimsækir á morgun Sjúkrahúsið á Akureyri, Heilsugæsluna og Heilbrigðisstofnun Norðurlands og ræðir við stjórnendur og annað starfsfólk og kynnir sér starfsemi stofnananna.

Svandís segir það bæði áhugavert og gagnlegt fyrir sig sem heilbrigðisráðherra að kynnast staðháttum, fá tækifæri til að skoða aðstæður á stofnununum, sjá húsakynnin og að hitta fólkið sem starfar á stofnununum og stýrir þeim augliti til auglitis: „Þessar stofnanir eru hornsteinar heilbrigðisþjónustunnar í heilbrigðisumdæmunum. Verkefnin eru eftir því fjölbreytt, starfsemin umfangsmikil og áskoranirnar eftir því margar“ segir Svandís.

Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins.