Heilbrigðisráðherra hafnar beiðni Fjallabyggðar um dagdvalarrými aldraðra

Heilbrigðisráðherra hefur hafnað beiðni Fjallabyggðar um fjölgun dagdvalarrýma aldraðra í Skálarhlíð á Siglufirði, úr sjö leyfum í tólf. Á næstunni verður lögð fram úttektarskýrsla um dagdvöl aldraðra í Fjallabyggð. Undanfarin ár hefur þátttaka eldra fólks í dagdvölinni verið langt umfram fjölda þessara sjö dagvistarýma eða rúmlega þreföld.  Hlutfall eldri borgara í Fjallabyggð er mjög hátt eða 19%, samanborið við landsmeðaltalið sem er 12%.

14311902788_b4a5c385b8_z 16161682629_ceb7f7fdbd_z