Hefur þú áhuga á bæjarmálum í Fjallabyggð?

Vinstri græn halda opinn fund miðvikudaginn 14. febrúar kl. 20:00 á Kaffi Klöru. Á fundinn mæta Bjarkey og Steingrímur J.  Á fundinum verður rætt um mögulegt framboð fyrir næstu bæjarstjórnarkosningar undir merkjum VG eða hvort kanna eigi blandað framboð. Hér er tækifæri fyrir þá sem vilja hafa áhrif á stjórn sveitarfélagins okkar.

Allir sem áhuga hafa á að bjóða sig fram eða starfa að framboði eru hvattir til að láta sjá sig.

Heitt á könnunni.

Vinstri græn í Fjallabyggð

 

Texti: Aðsent.