Hefja gjaldtöku við skíðagöngubrautir í Ólafsfirði

Skíðafélag Ólafsfjarðar hefur ákveðið að hefja gjaldtöku í skíðagöngubrautir og verður í boði að kaupa árskort eða greiða daggjald.  Eldri borgarar greiða ekki árskort né daggjald.  Iðkendur félagsins sem greiða æfingagjöld greiða ekki árskort né daggjald.

Hægt er að kaupa árskort í skíðaskálanum í Tindaöxl á opnunartíma. Komið verður upp kassa og gestabók upp í skíðaskála sem hægt er að ganga frá greiðslu ef komið er í brautina utan opnunartíma í skíðaskálans. Frá og með mánudeginum 22. janúar verður skíðaskálinn opinn fyrir brautargesti frá kl. 12-21 og hægt að komast þar inn og nota salerni.

Gjaldskrá í skíðagöngubrautir:

Bárubraut og trimmbrautir.
Árskort fullorðinn, 5.000 kr

Árskort 16 ára og yngri 3.500 kr.
Daggjald er 500 kr.