Hefðbundið skólastarf hafið í Menntaskólanum á Tröllaskaga

Hefðbundið skólastarf í MTR hófst eftir páskaleyfi í dag samkvæmt gildandi sóttvarnareglum um skólastarf í framhaldsskólum.  Reglurnar eru þessar til 15. apríl:

  • Hámarksfjöldi starfsfólks og nemenda í rými: 30
  • Lágmarksfjarlægð milli einstaklinga: 2 metrar
  • Grímunotkun: Þar sem 2 metra bil er ekki mögulegt
  • Tilfærsla starfsfólks og nemenda milli hópa: Heimil sé gætt að ýtrustu sóttvörnum og sótthreinsað á milli hópa
  • Sameiginleg rými (inngangur, anddyri, snyrting og gangar): Heimilt að víkja frá fjöldatakmörkunum ef andlitsgrímur eru notaðar
  • Íþróttakennsla: Heimil með sömu takmörkunum og önnur kennsla.