Héðinsfjörður

7.júlí. Ný upplýsingamiðstöð opnar í verslun KS í Varmahlíð

Kaupfélag Skagfirðinga tekur að sér rekstur upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn í verslun sinni í Varmahlíð. Gott úrval ferðabæklinga og hægt er að komast í nettengdar tölvur. Miðstöðin er opin á sama tíma og verslunin. Upplýsingarnúmerið er 4556161 og info@skagafjordur.is

7.júlí. Landsmót unglingadeilda Landsbjargar á Dalvík

Landsmót unglingadeilda Landsbjargar er haldið á Dalvík. Mótið byrjaði í gær og stendur til 10 júlí. Mótið byggist uppá póstum og er hver póstur sérstaklega uppbyggður með verkefni. Í póstunum er farið í allt sem tengist grunnþekkingu björgunarmannsins t.d. sig, klifur, báta, rústabjörgun, leitartækni ofl. Unglingunum er skipt upp í hópa þannig að það séu sem fæstir frá hverri deild fyrir sig saman í hóp, þannig gefst krökkunum tækifæri á að kynnast og oft hefur góð vinátta á milli unglingadeilda myndast í kjölfarið.
Á landsmótinu er landsþing unglinga, það er frábær vettvangur fyrir krakkana til að hafa áhrif á starfsemi unglingamála hjá félaginu.
Í ár munu vera um 400 manns skráðir á mótið og þar af 23 erlendir umsjónarmenn frá verkefninu Volunteer together

6.júlí. Tónleikar í Sauðárkrókskirkju 8.júlí

Feykir.is greinir frá því að Margrét Eir ásamt Thin Jim munu halda tónleika í Sauðárkrókskirkju, föstudaginn 8.júlí. Um er að ræða frestaða tónleika þar sem sungin verða frumsamin lög. Öll fréttin er hér ,tónleikarnir hefjast kl. 20.

5.júlí. Umferð í gegnum Héðinsfjarðargöng óháð stefnu

Talsverð aukning umferðar í gegnum Héðinsfjarðargöng síðustu daga skv. mælingum frá Vegagerðinni. Talning: 4.júlí 852 bílar, 3.júlí 987 bílar,2.júlí 899 bílar.

 

4.júlí. Rás eitt útvarpar þætti um Héðinsfjörð

Rás 1 eða gamla Gufan eins og margir kalla Rásina, mun útvarpa tveimur þáttum sem munu fjalla um líf og atvinnu á utanverðum Tröllaskaga eftir byggingu Héðinsfjarðarganga. Þættirnir verða fluttir laugardagana 23 & 30 júlí klukkan 13:00. Hægt er að hlusta á Rás1 hér. Stillum á Gufuna !

4.júlí. Vinalög – Friðrik Ómar og Jógvan Hansen

Friðrik Ómar og Jógvan munu syngja íslensk og færeysk dægurlög á Norðurlandi á næstunni. Dagskráin er sem hér segir: 10. júlí í Grímseyjarkirkju, 12.júlí í Ólafsfjarðarkirkju, 13. júlí í Siglufjarðarkirkju og 14.júlí í Sauðárkrókskirkju. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og kostar 2000.kr inn. Fleiri tónleikar á vef Friðriks.

3.júlí. Þjóðlagahátíð á Siglufirði

Hin árlega Þjóðlagahátíð á Siglufirði verður nú haldin í 11. sinn. Tónlistarhátíðin hefst 6.júlí og stendur til 10.júlí. Markmið hátíðarinnar er að kynna þjóðlagaarf ólíkra þjóða og íslensk þjóðlög. Auk tónleika verður boðið upp á ýmis námskeið í tónlist, handverki og leiklist. Erlendir og innlendir listamenn sjá um dagskrá. Einnig verður boðið upp á rútuferðir frá Reykjavík til Siglufjarðar á vægu verði. Allar upplýsingar á vef Þjóðlagahátíðar.

3.júlí. Ljóðasetur Íslands opnar á Siglufirði

Ljóðasetur Íslands opnar formlega þann 8.júlí klukkan 15:00. Frú Vigdís Finnbogadóttir og Þórarinn Eldjárn verða sérstakir heiðursgestir og frumflutt verða ljóð eftir Matthías Jóhannessen. Heimamenn munu einnig lesa upp ljóð og óvæntir gestir gætu litið inn. Ljóðasetrið er við Túngötu 5 á Siglufirði. Þórarinn Hannesson er forstöðumaður Ljóðaseturs. Heimasíðan er ljodasetur.123.is.

2.júlí. Umferð í gegnum Héðinsfjarðargöng óháð stefnu

1.júlí, 775 bílar, 30.júní, 633 bílar, 29.júní, 532 bílar ,28.júní, 551 bílar. Upplýsingar eru frá Vegagerðinni.

2.júlí. Kaldasta júnímánuði í 59 ár er lokið !

Júní hefur verið mjög kaldur á norðausturlandi og sá kaldasti í 59 ár. Trausti Jónsson veðurfræðingur segir að norðaustanáttin hafi verið óvenju mikið ríkjandi í júní og óvenju sólar- og úrkomulítið. Sjá bloggið hans Trausta hér.

1.júlí. Gönguvika á Akureyri

Um helgina hefst rúmlega vikulöng dagskrá á Akureyri og í Eyjafirði þar sem göngur af ýmsum toga og erfiðleikastigum verða í boði. Gönguvikan er samvinnuverkefni Akureyrarstofu, Naturalis, Ferðafélags Akureyrar, Glerárdalshringsins 24X24 og Ferðafélagsins Hörgs. Þetta er þriðja árið í röð sem gönguvikan er haldin. Sjáið dagskrána hérna.

1.júlí. Umfjöllun um Héðinsfjarðargöng í fjölmiðlum

Birt hefur verið lokaverkefni frá Háskólanum á Akureyri þar sem skoðuð er sérstaklega umfjöllun um Héðinsfjarðargöng frá árinu 2005-2010. Mjög fróðleg lesning og vel unnið verk. Skoðið rigerðina hér. Lesið nánar um ritgerðina hér. Meðal annars kemur fram að Morgunblaðið hafi birt 241 grein um Héðinsfjarðargöng á árunum 2005-2010 og Fréttablaðið á sama tíma 90 greinar.

29.júní. Meira strandblak á Sigló

Kalli Sig landsliðsþjálfari í strandblaki heldur nýtt námskeið á Siglufirði dagana 8-9 júlí. Námskeiðið er fyrir byrjendur og lengra komna. Námskeiðið kostar 6500 kr. fyrir fjórar kennslustundir alls. Skráning hjá Önnu Maríu í síma: 699-8817.

Það er mjög gaman að fylgjast með strandblaki og því er fólk hvatt til þess að kíkja niður á höfnina og fylgjast með. Sjá vefinn strandblak.is fyrir leikreglur og upplýsingar.

28.júní. Ertu ökufær ? Kynningarbæklingur Vegagerðarinnar

Vert er að hafa í huga áður en lagt er af stað í ferðalagið. Sjá kynningarrit frá Vegagerðinni.

28.júní. Umferð í gegnum Héðinsfjarðargöng óháð stefnu

27.júní 676 bílar, 26.júní 768 bílar, 25.júní 723 bílar, 24.júní 715 bílar, 23. júní 579 bílar.

26.júní. Óbyggðahlaup í Þorvaldsdal í Eyjafirði

Þann 2. júlí 2011 klukkan 12:00 verður hið árlega Þorvaldsdalsskokk í Eyjafirði. Fyrsta mótið var haldið árið 1994 og hefur farið fram árlega síðan. Þetta er því í 18. sinn sem mótið fer fram. Þátttakendur hafa verið á milli 20 og 50. Þorvaldsdalur er opinn í báða enda, opnast suður í Hörgárdal og norður á Árskógsströnd. Skokkið hefst við Fornhaga í Hörgárdal (þjóðvegur 815), en Fornhagi er 90 m yfir sjávarmáli, og endamarkið er við Árskógsskóla, sem er um 60 m yfir sjávarmáli. Vegalengdin er um 25 kílómetrar. Besta tímann frá upphafi á Björn Margeirsson á tímanum 1,54,33 árið 2010. Skráningargjaldið er 5000 kr.Sjá opinberan vef hér.

View Larger Map

 

26.júní. Ganga á Svarfaðardalsfjöll með F.Í. 6.júlí

Í tilefni útgáfu bókarinnar Svarfaðardalsfjöll býður Ferðafélag Íslands, Ferðafélagið Hörgur og Útivist upp á göngu á nokkra tinda sem umlykja Svarfaðardal. Gengið verður frá gönguskálanum að Baugaseli í Barkárdal en þangað er um 7 km. jeppaslóð. Farið er upp Skarðsárdal og á eftirtalin fjöll: Blástakk, Vörðufell, Stapa, Blekkil og Sörlatungufjall. Gengið til byggða niður Heggstaðadal. Ferðin er miðvikudaginn 6. júlí undir leiðsögn Bjarna Guðleifssonar. Mæting við Baugasel kl. 10. Allir velkomnir og þátttakan er ókeypis.

26.júní. Blúshátíðin Ólafsfirði

Hin árlega Blúshátíð verður haldin á Ólafsfirði n.k. fimmtudag, 30 júní og stendur til 2. júlí. Fram koma : Blúsband Fjallabyggðar, Blúsmenn Andreu, Beggi Smári og Mood, Ragga Gröndal og hljómsveit o.fl. Sjá nákvæma dagskrá hér.

25.júní. Viðburðir og helstu fréttir í stuttu máli.

Þórir Þórisson lauk hjólaferð sinni til Siglufjarðar í gær í þeim tilgangi að safna áheitum fyrir Iðju/dagvist á Siglufirði.

Landsmót hestamanna 2011 hefst á morgun, sunnudag og stendur til 3.júlí. Fyrstu gestirnir komu á þriðjudaginn og hafa komið sér fyrir í hjólhýsum á Vindheimamelum. Einnig er hægt að tjalda og er búist við 6-9 þúsund gestum á mótið. Þá er hægt kaupa aðgang að vefútsendingu frá mótinu og kostar það 3500 kr. Sjá nánar hér. Hægt er að sjá ráslistana hér. Sækja má dagskránna hér.

Gönguvika Dalvíkurbyggðar um Tröllaskaga er hafin. Gengið hefur verið gamla Múlaveginn og Hnjótafjall. Sjá alla dagskrá hér.

23.júní. Dagskráblað Tunnunnar er komið út

Mitt uppáhalds lestrarefni þegar ég heimsæki Siglufjörð er Tunnan. Það er ekkert notalegra en að sitja á Hlíðarveginum og horfa til fjalla og lesa Tunnuna. Kíkið á netútgáfuna hér. Hægt er að nálgast Tunnuna í næstu verslun í Fjallabyggð og á netinu.

23.júní. Umferð í gegnum Héðinsfjarðargöng óháð stefnu

22.júní, 636 bílar, 21.júní 740 bílar, 20.júní 596 bílar. Upplýsingar frá Vegagerðinni.

23.júní. Sjálfvirk veðurstöð í Héðinsfirði

Fyrir þá sem ekki vita þá er Vegagerðin með sjálfvirka veðurstöð í Héðinsfirði. Hægt er að sjá vindhraða,vindkviður, vindátt, hita, daggarmark, veghita og raka. Sjá hér.

23.júní. Umferðin í Héðinsfjarðargöngum yfir væntingum

Vegagerðin greinir frá því að umferðin í gegnum Héðinsfjarðargöngum sé yfir væntingum þrátt fyrir almennan samdrátt í umferð. Þá fóru að meðaltali um 470 bílar á sólarhring um Héðinsfjarðargöng á fyrri hluta árs en meðalumferðarspá Vegagerðarinnar, á sínum tíma, gerði ráð fyrir ÁDU um 350 bílum/sólarhring, við opnun ganganna. Sjá línurit og frétt hjá Vegagerðinni hér.

23.júní. Hjólað til Siglufjarðar fyrir Iðju Dagvist

Þórir Þórisson hefur nú hjólað þrjár dagleiðir og er kominn í Skagafjörðinn. Hann stefnir að því að klára ferðina á morgun. Þeir sem vilja styrkja söfnunina geta lagt inn á reikning 1102-05-402699, kt. 580706-0880. Sjá nánar á Facebook síðunni.

22.júní. Millilandaflug til Norðurlands – Flugklasi

Markaðsstofa ferðamála á Norðurlandi hefur kynnt stöðu,undirbúning og áherslur vegna Flugklasa og millilandaflugs til Norðurlands. Lesið skýrsluna hér.

21.júní. Rafmagn verður tekið af í Skagafirði 24.júní

Vegna vinnu við aðveitustöðvar verður rafmagnslaust í Skagafirði frá miðnætti og fram eftir nóttu aðfaranótt föstudags, 24. júní næstkomandi.

21.júní. Hjólar frá Reykjavík til Siglufjarðar

Þórir Þórisson lagði af stað á reiðhjóli sínu frá Seltjarnarneskirkju um sexleytið í morgun. Hann ætlar að hjóla um 400 km til Siglufjarðar á næstu fjórum dögum. Þórir hjólar til Siglufjarðar til að afla styrkja fyrir Iðju – dagvistun fatlaðra á Siglufirði. Hann stefnir er að því að safna einni milljón króna. Þeir sem vilja styrkja söfnunina geta lagt inn á reikning 1102-05-402699, kt. 580706-0880.

20.júní. Umferð í gegnum Héðinsfjarðargöng óháð stefnu

19.júní 724 bílar, 18.júní 661 bílar. Upplýsingar eru frá Vegagerðinni.

20.júní. Svar Skipulagsstofnunar vegna Heitavatnsborholu

Skipulagsstofnun gaf opinbert svar vegna heitavatnsborholu og heitavatnspípu í Skarðsdal og í Fjallabyggð. Það er þeirra mat að ekki verði umtalsverð umhverfisáhrif vegna byggingar á 3.km langri heitavatnspípu og byggingu á tengdum mannvirkjum. Sjá alla skýrslu hér.

20.júní. Ný bók um Svarfaðardalsfjöll

Út er komin bók með áhugaverðum gönguleiðum en það er bókin Svarfaðardalsfjöll eftir Bjarna E. Guðleifsson. Svarfaðardalur er að sumum talinn fegursti dalur í byggð á Íslandi. Þessi fjallgarður er lítt kannaður en árið 1995 ákváðu fjórir göngufélagar að ganga þennan fjallahring allan. Hreppamörkin umhverfis Svarfaðardal eru um 120 km löng og telja 75 tinda með jafnmörgum skörðum. Það tók þá fimmtán göngudaga á átta árum að ljúka verkefninu. Í bókinni Svarfaðardalsfjöll er ferðum þeirra félaganna eftir vatnaskilum og fjallseggjum lýst í máli og myndum. Bókin fæst í bókabúðum og hjá Bókaútgáfunni Hólum holar@holabók.is.

19.júní. Héðinsfjörður.is nú á 52 tungumálum.

Vefsíðan www.hedinsfjordur.is er nú hægt að lesa á 52 tungumálum. Á forsíðunni er nú hnappur sem þýðir alla síðuna á það tungumál sem þér hentar. Sum orð þýðast ekki eða þýðast ekki alveg rétt, en þetta er að öðru leiti mjög gott.

19.júní. Árleg Flateyjarferð frá Árskógsströnd

Hin árlega Flateyjarsigling Hríseyjarferjunnar verður föstudaginn 24.júní 2011. Brottför frá Árskógsströnd kl. 15:30 og frá Hrísey kl. 16:00. Stoppað verður í Flatey í ca. 4 tíma. Þar verður grillað og dansað í samkomuhúsi Flateyinga. Pantanir í síma 695-5544. Sjá auglýsingu hér.

19.júní. Lögreglumaður óskast á Sauðárkrók

Við embætti lögreglustjórans á Sauðárkróki er laus til umsóknar staða lögreglumanns. Skipað verður í stöðuna frá og með 1. júlí nk. til fimm ára. Umsóknarfrestur er til og með 26. júní nk. og skal umsóknum skilað til lögreglustjórans á Sauðárkróki, Suðurgötu 1, 550 Sauðárkróki. Sjá nánar hér.

19.júní. Síldarævintýri í Sjóminjasafni Reykjavíkur

Sérsýningin Síldarævintýri er nú haldin í Sjóminjasafninu í Reykjavík, Grandagarði 8. Um er að ræða skemmtilega sýningu þar sem dregin er upp mynd af ævintýraheimi síldaráranna með ljósmyndum Hauks Helgasonar (teknum 1953-57), kvikmynd Sigurðar Helgasonar (tekin1941) og munum tengdum síldarveiðum. Saman myndar þetta ævintýralega síldarstemmningu sem enginn má missa af. Sjá nánari umfjöllun hér.

19.júní. Mikil ölvun á Bíladögum Akureyrar

Mikil ölvun var á Akureyri í nótt og róaðist ekki í bænum fyrr en kl. 6 að sögn lögreglu. Allar fangageymslur eru líka fullar og var talsvert um slagsmál í bænum.

18.júní. Gestur númer 1000 kom í gær

Samkvæmt mælingum Google, þá kom gestur númer 1000 gær á síðuna. Þessir gestir hafa skoðað rúmlega 3500 blaðsíður á vefnum og komið frá 14. löndum. Vefur fór í loftið 4. apríl og hefur umferðin vaxið mjög mikið. Auðvelt er að finna síðuna í leitarvélum og þá sérstaklega hjá Google.com. Takk fyrir góðar viðtökur !

17.júní. Umferð í gegnum Héðinsfjarðargöng óháð stefnu

14.júní 743 bílar, 15.júní 694 bílar, 16.júní 722 bílar, 17.júní, 756 bílar

17.júní. Haldin hátíðlegur á Dalvík

Skrúðganga, andlitsmálun og Hátíðarstund í Dalvíkurkirkju verður í dag á Dalvík. Um kvöldið verður skemmtidagskrá í íþróttamiðstöðinni frá kl. 19:30. Einar Einstaki töframaður mætir og sýnir listir sínar og einnig syngja Matti Matt úr Vinum Sjonna og Friðrik Ómar fyrir okkur. Öll dagskráin er hér.

17.júní. Bíladagar á Akureyri !

Bíladagar verða haldnir á Akureyri um helgina. Kíkið á dagskránna hér.

17.júní. Haldin hátíðlegur á Ólafsfirði

Að þessu sinni verður 17.júní haldinn hátíðlegur á Ólafsfirði í Fjallabyggð. Hátíðarhöld verða með hefðbundnu sniði eins og áður, fjallkonan, tónlistaratriði, hoppukastalar, sölubásar og grill. Svo verður rennibrautin á síðum stað.
Dagurinn hefst með leik yngstu kynslóðarinnar í knattspyrnu kl. 13:00 á Ólafsfjarðrarvelli. Hátíðarhöldin hefjast svo kl. 14:00 við Tjarnarborgina.

16.júní. Rauðkumenn sækja um lóð til að reisa nýtt hótel

Rauðka ehf, sem hefur farið mikinn í uppbyggingu svæðisins við höfnina á Siglufirði hefur sótt um lóð til Fjallabyggðar til að reisa hótel við smábátahöfnina. Rauðkumenn halda opinn fund í Rauðkusalnum, Kaffi Rauðku 17.júní kl. 14 og verður verkefnið kynnt, allir velkomnir.

16.júní. Meðan fæturnir bera mig

Fjórmenningarnir sem hlaupið hafa hringinn í kringum landið síðustur tvær vikurnar í söfnunartakinu Meðan fæturnir bera mig luku hlaupinu í Reykjavík klukkan þrjú í dag. Samtals höfðu þau hlaupið 1344 km. Margmenni tók á móti hlaupurunum. Hlaupið var m.a. í gegnum Akureyri og Varmahlíð. Sjá vef hér.

16.júní. Veggjald í Hvalfjarðargöngum hækkar 1.júlí

Veggjald í Hvalfjarðargöngum hækkar um tæplega 10% að jafnaði frá 1. júlí 2011. Meginástæður eru að umferð hefur dregist verulega saman og þar með rýrna tekjur af veggjaldi umtalsvert. Enn fremur ber að nefna þyngri greiðslubyrði af lánum, hækkandi verðlag og síðast en ekki síst miklar fjárfestingar sem ætlað er að uppfylla kröfur ESB um öryggi vegfarenda í veggöngum, alls 225 milljónir króna á tímabilinu 1. október 2010 til ársloka 2011.

Spölur sendi frá sér tilkynningu um væntanlega gjaldskrárhækkun og þar kom enn fremur fram um málið eftirfarandi:

  • Gjald fyrir staka ferð í I. gjaldflokki fer úr 900 í 1.000 krónur.
  • Hver ferð áskrifanda að 100 ferðum í I. flokki fer úr 259 í 283 krónur.
  • Inneign áskrifenda minnkar sjálfkrafa við gjaldskrárbreytinguna eins og getið er um í áskriftarsamningum, þ.e. ónotuðum ferðum fækkar sem svarar til hækkunar veggjaldsins. (Texti frá Spölur.is)

14.júní. Fjölmargar sundlaugar á Norðurlandi

Vil benda ferðafólki á allar þær sundlaugar sem hægt er að velja úr á Norðurlandi. Ný sundlaug er á Hofsósi sem er sérstaklega vel staðsett með frábæru útsýni. Þá er nýleg laug einnig á Ólafsfirði með góðri rennibraut fyrir börn. Kíkið á vefinn Sundlaug.is hér.

14.júní. Fugl fyrir milljón !

Ljósmyndasamkeppnin Fugl fyrir Milljón er hafin. Keppt eru um bestu fuglamyndina frá Tröllaskaga. Sjá nánar vefsíðuna Fugl fyrir Milljón hér.

14.júní. Minni umferð frá Höfuðborgarsvæðinu

Samkvæmt mælingum Vegagerðarinnar hefur umferð farið minnkandi fyrstu ferðahelgi sumarsins í júní. Til norðurs hefur umferðin minnkað um 16,4% og til suðurs um 11.5% og tæpum 14% minni í heildina. Sjá hér.

14.júní. Umferð í gegnum Héðinsfjarðargöng óháð stefnu

8.júní 552 bílar, 9.júní 561 bílar, 10.júní 587 bílar, 11.júní 642 bílar, 12.júní 714 bílar, 13.júní 746 bílar.

14.júní Heitt í Héðinsfirði s.l. sunnudag

Hitinn fór upp í 15 gráður á sunnudaginn í Héðinsfirði og var góður hiti milli kl. 14-18. Hitinn í gær var í kringum 9 gráður. Sjá hér.

11.júní. Upplýsingamiðstöð ferðamála

Í sumar verður Upplýsingamiðstöð ferðamála á Siglufirði í Bóksafni Siglufjarðar í Ráðhúsinu, Gránugötu 24, sími: 464-9120. Opið verður frá 11-17 alla virka daga og 11-15 um helgar út sumarið. Nánari upplýsingar hér.

10.júní. Skrifstofustarf í Fjallabyggð

Tunnan-Prentþjónusta auglýsir eftir starfsmanni. Sjá hér.

10.júní. Strandblakvöllur opnaður á Siglufirði

Nyrsti strandblakvöllur á Íslandi hefur verið opnaður á Siglufirði. Völlurinn er skammt frá höfninni og á lóð Kaffi Rauðku. Boðið verður upp á námskeið í dag og um helgina í strandblaki og sér hinn margreyndi HK maður, Karl Sigurðsson landsliðsþjálfari í Strandblaki um það. Upplýsingar um strandblak er að finna hér.

.

10.júní. Kaffi Rauðka opnar formlega

Snillingarnir í Rauðku opnuðu í dag Kaffihús Rauðku á Siglufirði. Þetta á vafalaust eftir að draga til sín ferðamenn og íbúa Fjallabyggðar í sumar.

9.júní. Jónsmessuhátíð haldin á Hofsósi

Haldin verður Jónsmessuhátíð á Hofsósi dagana 16-18 júní. Miðnæturhlaup, Jónsmessuganga, kvöldvaka þar sem ýmsir listamenn skemmta, knattspyrnumót, grillveisla og stórdansleikur. Dagskráin er hér.

9.júní. Hvalaskoðun Norðursiglingar frá Ólafsfirði í sumar

Norðursigling bíður upp á Hvalaskoðun frá Ólafsfirði í sumar og stefnir að því að hafa þrjár ferðir á dag yfir há sumarið. Hver ferð tekur um þrjár klukkustundir. Meira hér. Bókaðu ferð núna. Einnig verður boðið upp á Hvalaskoðun frá Húsavík í allt sumar.

8.júní. Zumba dansnámskeið á Sigló

Námskeiðið hefst 11.júní og stendur til 19.júní, og verður kennt í Grunnskóla Siglufjarðar. Upplýsingar gefur Ásdís í síma: 898-3310

8.júní. Bókasafn Fjallabyggðar hefur opnað nýja heimasíðu

bokasafn.fjallabyggd.is , kíkið við í fríinu og fáið ykkur góða bók að láni. Bókasafnið er staðsett í Ráðhúsinu á Siglufirði, Gránugötu 24 og útibúið Ólafsfirði, Aðalgötu 15.

8.júní. Umferð í gegnum Héðinsfjarðargöng óháð stefnu

7.júní, 674 bílar, 6.júní, 598 bílar

7.júní. Rauðkumenn sívinsælir

Ljósmyndari Héðinsfjarðar var á rúntinum í gær og rakst fyrir tilviljun á viðtal við höfnina á Siglufirði, Rauðkumenn voru í sjónvarpsviðtali við RÚV. Ekki liggja frekari upplýsingar fyrir.

7.júní. Vinnuskóli Fjallabyggðar er hafinn

Vinnuskólinn hefur hafið störf og eru unglingarnir í Fjallabyggð byrjaðir að hreinsa Ráðhústorgið, Kirkjutröppurnar og svæðið í kringum Leikskólann. Einnig eru götur málaðar og blóm sett niður svo eitthvað sé nefnt. Unglingarnir eru 14-16 ára og þau yngstu vinna hálfan daginn í 4 vikur en elstu 10 vikur allan daginn.

 

6.júní: Umferð í gegnum Héðinsfjarðargöng óháð stefnu

5.júní 678 bílar fóru Héðinsfjarðargöngin í gær.

6.júní: Snjóflóðavarnir á Ólafsfjarðarvegi

Vegagerðin fyrirhugar að koma upp snjóflóðavörnum á Ólafsfjarðarvegi við Sauðanes. Gerðir verða þrír svokallaðir snjóflóðaskápar ofan við veginn og sett upp stálþil framan við skápana. Verður þetta gert í þremur giljum þar sem snjóflóð eru mjög algeng.
Gera má ráð fyrir minniháttar töfum á framkvæmdasvæðinu á meðan á verkinu stendur. Ekki verður unnið að framkvæmdum um Verslunarmannahelgina og þegar Fiskidagurinn miklu eru enda má gera ráð fyrir talsverði umferð á þeim tímum.
Áætlað er að verkinu verði lokið fyrir 1. október 2011

Vegagerðin greinir frá.(31.5.11)

4.júní: Umferðin að aukast í gegnum Héðinsfjarðargöng

Helgarumferðin er að taka kipp þessar vikurnar í gegnum Héðinsfjarðargöng og greinilegt að sumarfríin eru að byrja. Íbúar Ólafsfjarðar eru duglegir að sækja þjónustu til Siglufjarðar, t.d. þykir Lyfjaverðið ódýrara á Siglufirði og aðeins er lyfjaafgreiðsla á Ólafsfirði og því talsverð bið eftir lyfjum. Einnig er bakaríið og aðrir veitingastaðir vel sóttir, þá sérstaklega um helgar. Siglfirðingar sækja á móti í sundlaugina og Íþróttahúsin á Ólafsfirði svo eitthvað sé nefnt.

Umferðartölur frá Vegagerðinni, Héðinsfjarðargöng óháð stefnu:

1.júní, 581 bílar, 2.júní, 475 bílar, 3.júní 755 bílar.4.júní, 862 bílar

4.júní: Vefurinn Héðinsfjörður.is er 2ja mánaða í dag!

Vefurinn opnaði formlega þann 4.apríl 2011 og er því tveggja mánaða í dag. Á þessum tíma hefur komið yfir 700 heimsóknir og tæplega 2600 flettingar frá 13 löndum. Í maímánuði einum voru 603 heimsóknir og 2076 síðuflettingar. Vefurinn er stöðugt uppfærður og bætast við nýjar upplýsingar jafnt og þétt.

Eigandinn er staddur þessa dagana í Fjallabyggð og ætlar að afla sér upplýsinga og fróðleik fyrir síðuna á næstu vikum.

1.júní: Umferð um Héðinsfjarðargöng óháð stefnu

Upplýsingar frá Vegagerðinni.

31.maí, 545 bílar
30.maí, 421 bílar
29.maí, 470 bílar
28.maí, 534 bílar
27.maí, 563 bílar

31.maí: Kántrý setur opnar á Skagaströnd

Já, komdu í Kántrýbæ !

Kántrýsetur opnar á Skagaströnd 11. júní næstkomandi sem mun hýsa sýningu þar sem sögu kántrýkóngsins Hallbjarnar Hjartarsonar verður gerð skil. Fram kemur á fréttavef héraðsblaðsins Feykis að sýningin verði með fjölbreyttum hætti og meðal annars lögð áhersla á hljóð og mynd auk ýmsa muni frá ferli Hallbjarnar.

Þá er ætlunin að Kántrýsetrið verði vettvangur fyrir ýmsar uppákomur eins og tónleika og sýningar um frægar erlendar kántrýstjörnur. Þegar sé byrjað á að undirbúa sýningu um kántrýsöngkonurnar Dolly Parton og Tammy Wynette.

Í tilefni af opnun Kántrýsetursins hefur Magnús Kjartansson sett saman heiðurshljómsveit Hallbjarnar Hjartarsonar með söngvarana Björgvin Halldórsson, Selmu Björnsdóttur og Heiðu Ólafsdóttur sem taka munu lagið við opnunina.

Mbl.is og Feykir.is greina frá.

30.maí: Eldgosinu formlega lokið

Vísindamenn telja að eldgosinu sé nú lokið í Grímsvötnum, hreinsunarstarfi er hins vegar hvergi nærri lokið og mikil vinnna framundan þar á bæ.

22.maí: Eldgos hafið í Grímsvötnum – flug liggur niðri

Eldgos hófst í gær í Grímsvötnum. Sérfræðingar telja þetta vera stærsta gosið í 100 ár á þessum stað. Ekkert millilandaflug var eftir klukkan 8:30 í morgun frá Keflavíkurflugvelli. Búið er að rýma tjaldsvæðið í Skaftafelli og hefur lögreglan lokað fyrir umferð við Skeiðarársand. Vert er að fylgjast vel með fréttum og vefsíðu Almannavarna, einnig er opið fyrir hjálparnúmer RKÍ 1717.

21.maí: Stórbruni í verslun KS á Hofsósi.

Eina matvöruverslunin á Hofsós brann í gær. Um stórbruna var að ræða og er allt innan búðarinnar ónýtt en í lagi að utan. Talið er líklegt að bruni hafi komið út frá Frystiskáp og dreifst út frá honum, en síðan slökknað að sjálfsdáðum vegna súrefnisskorts, að sögn slökkviliðsstjóra frá Sauðárkróki.

18.maí:

Umferðartölur í gegnum Héðinsfjörð óháð stefnu

18.maí , 453 bílar

17.maí, 476 bílar

16.maí, 497 bíilar

Nýtt Gistiheimili í Fjallabyggð

Opnað hefur verið Gistiheimilið Tröllaskagi á Siglufirði, Lækjargötu 10. Um er að ræða 22ja herbergja gistingu á besta stað í bænum. Sjá vef: www.northhotels.is

17.maí : Nýjir tenglar

Vil þakka eftirtöldum aðilum kærlega fyrir að setja upp tengil á www.hedinsfjordur.is

625.is , siglo.is , fjallabyggd.is , akureyri.net.

16.maí : Umferðartölur í gegnum Héðinsfjörð óháð stefnu :

15. maí 502 bílar

14.maí 480 bílar

13.maí 592 bílar

12.maí 484 bílar

12.maí 483 bílar

Umferðartölur í gegnum Héðinsfjörð óháð stefnu :

11.maí, 483 bílar

10.maí, 525 bílar

10.maí.

Umferðartölur í gegnum Héðinsfjörð óháð stefnu :

Þann 9.maí 2011 keyrðu 546 bílar í gegnum Héððinsfjarðargöng, skv. upplýsingum frá Vegagerðinni.

9.maí.2011

Umferðartölur í gegnum Héðinsfjörð óháð stefnu :

8.maí, 443 bílar

7.maí, 572 bílar

6.maí, 546 bílar

5.maí, 490 bílar

——————————————————————————————-

8.apríl.2011.

Meiri umferð um Héðinsfjarðargöng en reiknað var með

Meðalumferð um Héðinsfjarðargöng í vetur hefur verið meiri en reiknað var með þegar göngin voru hönnuð. Meðalumferð í vetur hefur verið 382 bílar á sólarhring, samkvæmt tölum Vegagerðarinnar.

Þetta er ríflega það sem hönnunarforsendur gerðu ráð fyrir varðandi meðalumferð alls ársins. Meðalumferð að vetri er að öllu jöfnu minni en meðalumferð ársins. Reiknað var með 350 bíla umferð á dag að meðaltali allt árið en miðað við spá fyrir árið má reikna með að umferðin gæti orðið 450 bílar árið 2011. Umferð um Múlagöng jókst um 20% í nóvember og desember í fyrra. (Heimild: mbl.is)

7.apríl.2011.Vegagerðin hefur sett upp sex hraðamyndavélar í Héðinsfjarðargöngum, en þar er hámarkshraðinn 70 km/klst.

6.april. 2011. Ný síða í vinnslu.

10.nóvember.2010. Lénið www.hedinsfjordur.is keypt.