Héðinsfjörður.is

Fyrir nákvæmlega 4 árum, eða 11. október 2010 fékk ég þá hugmynd að kaupa lénið Hedinsfjordur.is, og setja þar upp vefsíðu. Fyrsta hugmyndin var að setja upp vef fyrir ferðamenn sem vantaði upplýsingar um gistingu, þjónustu, gönguleiðir og þess háttar í Fjallabyggð og nágrenni.  Þá hóf ég líka að vera með fréttir tengdar svæðinu, en þó mest úr Fjallabyggð. Vefurinn sjálfur fór þó ekki í loftið fyrr en í upphafi aprílmánaðar 2011, og hef ég miðað það við afmælisdaginn á síðunni.

Það hafa komið tæplega 140.000 gestir frá opnun, 345.000 síður hafa verið skoðaðar, og hafa viðtökurnar verið mjög góðar.

Ég hvet því fólk til að deila síðunni áfram á Facebook, líka(Like) við góðar fréttir og vera duglegt að heimsækja Héðinsfjörður.is.

Í dag eru 324 fylgjendur og vil ég gjarnan sjá þá tölu halda áfram á vaxa.

kveðja, Magnús.