OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Ferða- og fréttavefurinn Héðinsfjörður.is er orðinn 4 ára. Vefurinn opnaði í byrjun apríl 2011, en lénið var keypt í september 2010. Frá opnun hafa gestir verið tæplega 175.000 og tæplega 430.000 flettingar.  Töluverð aukning hefur verið á milli ára. Stefnan er að vera með fréttir sem aðrir miðlar fjalla lítið um og fjölbreyttar fréttir frá öllu Norðurlandi. Vefurinn er allur unninn í frítíma, mest á kvöldin og um helgar.

Tæplega 59.000 gestir hafa komið frá leitarvélinni Google.com, en vefurinn er mjög sýnilegur þar séu menn að leita eftir gistingu á Siglufirði. Þá er hægt að skrá sig á gistisíðurnar fyrir lítið árgjald. Yfir 29.000 gestir hafa komið frá fréttavefnum Siglufirðingur.is. Yfir 7000 heimsóknir eru á orlofshúsavefinn hérna, og eflaust margir fundið sér þá gistingu sem leitað var eftir. Þá hafa tæplega 1300 manns smellt á Bungalo tengilinn á orlofssíðunni. Tæplega 600 smellt á Gistihúsið Hvanneyri svo eitthvað sé nefnt. Það borgar sig því að vera skráður.

Einnig er hægt að kaupa auglýsingar á vefinn á vægu verði eða leita tilboða.

Vefurinn er á Facebook og Twitter og hefur yfir 400 fylgjendur. – Áfram Héðinsfjörður !

Til gamans: Systursíður eru Sauðárkrókur.is, Reykvikingur.is, Austurland.net, Vesturland.net og Reyðarfjörður.is

OLYMPUS DIGITAL CAMERA
Við Leyningsfoss í skógræktinni á Siglufirði.