Héðinsfjörður.is 1. árs í dag

Vefurinn er 1. árs í dag, en hann fór í loftið 4 .apríl 2011. Lénið var hins vegar keypt um haustið 2010. Á þessum tíma hafa komið tæplega 18.000 gestir. Flettingar á vefinum eru komnar í rúmlega 40.000. Um 16.800 gestir hafa komið frá Íslandi en restin deilist á 67 önnur lönd. Yfir 7000 heimsóknir hafa komið frá Google, 2700 heimsóknir frá Siglfirðingur.is og rúmlega 600 gestir frá Sigló.is, tæplega 600 gestir frá 625.is og minna frá öðrum síðum.  Meðaltals gestir á mánuði núna eru tæplega 3000 gestir og eykst stöðugt á milli mánuða. Yfir 1000 fréttir hafa verið birtar á þessu ári.

Vinsælast á vefinum er forsíðan, þá fréttasíðan og svo vefmyndavélarnar. Vinsælustu tenglarnir á síðunni eru vefmyndavélar frá Vegagerðinni, og svo Sigló. Vinsælustu tenglarnir á aðra vefi er Siglfirðingur.is, Skagafjörður.is og Norðurþing.is