Í gærr var opnuð sýning á verkum nemenda Menntaskólans í Tröllaskaga. Þar er sýndur afrakstur vinnu nemenda frá haustönninni undir kjörorðunum frumkvæði, sköpun og áræði. Sýningin var í skólahúsinu en einnig á netinu.

Á netinu eru nokkrir sýndarveruleikasalir með verkum nemenda og einnig hægt að sjá fjölmörg myndbandsverk og fleiri verkefni sem unnin eru til birtingar á internetinu.

Sú leið að sýna hluta verkanna á netinu komst á þegar Covid19 faraldurinn geysaði.  Ljósmyndanemar spara kostnað við prentun verka sinna og þannig er kolefnisspor þessa viðburðar eins lítið og hugsast getur.

Smellið hér til að skoða sýninguna á netinu