Haustfagnaður í Hrísey

Árlegur haustfagnaður verður haldinn í Hrísey laugardaginn, 6. september, og að venju verður reynt að afla fjár til verðugra verkefna, að þessu sinni til endurbóta á félagsheimilinu Sæborg. Dagurinn byrjar með námskeiði fyrir grunnskólabörn frá kl. 11-15 og strax að því loknu hefst vöfflukaffi á hátíðarsvæði bæjarins sem leikklúbburinn Krafla stendur fyrir.

Björgunarsveitin í Hrísey býður börnum upp á stutta siglingu í grennd eyjarinnar kl. 16 og stjórn Ferðamálafélags Hríseyjar tekur til við að grilla hamborgara og pyslur á hátíðarsvæðinu um kl. 19. Einnig verður á boðstólum hinn vinsæli hvannarplokkfiskur með þrumara og eitthvað til að drekka með hnossgætinu. Allt verður þetta selt gegn vægu verði og verður hægt að greiða með greiðslukortum. Hljóðfæraleikarar munu stíga á stokk, dregið verður í happdrætti og fleira sér til gamans gert.

Hrísey