Haustæfingar hjá Skíðafélagi Ólafsfjarðar

Haustæfingar hófust í gær hjá Skíðafélagi Ólafsfjarðar. Þjálfari í vetur verður Kristján Hauksson og eru æfingar ætlaðar bæði alpagreinum og skíðagöngu. Hópnum verður skipt í yngri en 11 ára og eldri en 12 ára. Yngri hópurinn er á tveimur æfingum til að byrja með og eldri hópur á þremur æfingum. Æfingar hefjast við Íþróttahúsið á Ólafsfirði og er æfingatafla hér…
Það verður líf og fjör eins og í fyrra, leikir, hjólaferðir, fjallgöngur, fjöruferðir, styrktaræfingar, þol í vatni, mýrarferðir og fleira.