Haukur Skúlason ráðinn aðalþjálfari Tindastóls

Knattspyrnudeild Tindastóls hefur ráðið Hauk Skúlason sem aðalþjálfara meistaraflokks karla. Honum til aðstoðar verður Konráð Sigurðsson sem mun vera spilandi aðstoðarþjálfari. Þeir Haukur og Konráð hafa stýrt æfingum liðsins það sem af er undirbúningstímabilinu og munu leiða liðið í baráttunni í 3.deildinni í sumar.

Haukur lék með Stólunum frá 2001-2007 í meistaraflokki. Hann spilaði 87 leiki í deild  og bikar og skoraði 19 mörk. Þá lék hann 21 leik í öðrum keppnum fyrir liðið og skoraði 7 mörk.