Hátíðin Jónas með hreim haldin á Akureyri

Hátíðin Jónas með hreim verður haldin á Akureyri dagana 15.-17. nóvember í tengslum við Dag íslenskrar tungu sem er 16. nóvember en það er fæðingardagur skáldsins Jónasar Hallgrímssonar.

Markmið hátíðarinnar er að kynna íslenskuna í öllum þeim fjölbreyttu hljómbrigðum sem finnast og vekja athygli á að íslenskan sameini okkur öll sem hana tölum, hvort sem hún er okkar fyrsta tungumál, annað eða þriðja. Hátíðin fer fram á ýmsum stöðum á Akureyri. Alþjóðastofa Akureyrarbæjar í samstarfi við aðrar stofnanir, hópa, samtök og einstaklinga heldur utan um viðburði hátíðarinnar.

Samstarfs- og styrktaraðilar eru: Akureyrarbær, Akureyrarstofa, Alþjóðastofa, Amtsbókasafnið á Akureyri, Innflytjendaráð á Akureyri, Eyþing, Háskólinn á Akureyri, KEA, Listasafnið á Akureyri, Minjasafnið á Akureyri, Orðakaffi, Norðurorka, Ós Pressan og Penninn Eymundsson.

DAGSKRÁ:

Fimmtudagurinn 15. nóvember:
Sögustund með hreim á Amtsbókasafninu kl. 16.30

Föstudagurinn 16. nóvember:
Dagskrá í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi kl. 10-11:
– Leikskólabörn af erlendum uppruna syngja Frost er úti fuglinn minn
– Ljóð eftir Jónas Hallgrímsson lesin upp með hreim

Minjasafnið á Akureyri, Nonnahús kl. 10-19:
Opið í Nonnahúsi, æskuheimili hins víðförla rithöfundar Nonna sem fæddist 16. nóvember eins og Jónas

Laugardagurinn 17. nóvember:
Amtsbókasafnið á Akureyri kl. 12-13:
Upplestur og verðlaunaafhending útfrá ljóða-og smásögukeppni grunnskólabarna af erlendum uppruna, fer fram á Amtsbókasafninu
Listasafnið á Akureyri, Ketilhús kl. 14-16:
Alþjóðlegt eldhús 2018 Innflytjendaráð á Akureyri /Multicultural Council á Akureyri býður gestum upp á smakk frá ýmsum löndum

Í gangi alla dagana:
– Ratleikur á Amtsbókasafninu. Leikur að orðum!
– Sýning á verkum leikskólabarna og Óspressunnar, tileinkuð íslenskri tungu í gluggum Eymundsson

Heimild: akureyri.is