Hátíðarsöngvar sr. Bjarna Þorsteinssonar á geisladisk

Kór Dalvíkurkirkju gefur nú út geisladisk með lögum sr. Bjarna Þorsteinssonar sem var tónskáld og prestur á Siglufirði. Hátíðarsöngvarnir hafa aldrei verið hljóðritaðir í heild sinni, en söngvana þekkja hins vegar flestir þar sem þeir hafa verið sungnir á stórhátíðum kirkjunnar í 115 ár og eru enn í fullu gildi.

Upptökur fóru fram í Dalvíkurkirkju í maí 2014. Stjórn upptöku, eftirvinnsla og hljóðblöndun var í höndum Gunnars Smára Helgasonar. Hlín Torfadóttir stjórnaði kórnum en Eyþór Ingi Jónsson var við orgelið. Einsöngvarar voru Helena G. Bjarnadóttir og Pétur Húni Björnsson, en þau mynduðu auk þess kvartett í einum kafla verksins ásamt Kristjönu Arngrímsdóttur og Kristjáni Hjartarsyni.

Kórinn hélt tónleika í vor, bæði á Siglufirði og Dalvík þar sem verkefnið.

Akv.is greinir frá þessu.