Hátíðarhöld í Dalvíkurbyggð færð í íþróttamiðstöðina

Vegna mikillar rigningarspár í dag, 17. júní hefur verið tekin ákvörðun um að færa hátíðardagskrá inn í íþróttamiðstöðina à Dalvík.

Hátíðardagskrá hefst kl. 13:30 og verða hoppukastalar blàsnir upp inni í salnum að Hátíðardagskrá lokinni (vatnsrennibrautin verður ekki).

Einnig ætlar Simbi að mæta með hestana við íþróttamiðstöðina á eftir hátíðardagskránni.

Sundlaugapartýið verður à sínum stað kl. 18:30-21:00.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Dalvíkurbyggð.