Hátíðardagskrá í Fjallabyggð á 17. júní

Að venju verður fjölbreytt dagskrá á þjóðhátíðardaginn í Fjallabyggð. Elías Pétursson bæjarstjóri Fjallabyggðar setur hátíðina kl. 14:00 við Tjarnarborg. Karen Sif Róbertsdóttir Fjallakona flytur ávarp. Þá verða tónlistaratriði og hoppukastalar fyrir börnin fyrir utan Tjarnarborg.

Á Siglufirði verður 17. júní hlaup UMF Glóa kl. 11:00 á gamla malarvellinum fyrir börn fædd 2010-2015. Á hádegi verður svo hátíðarathöfn við minnisvarða sr. Bjarna Þorsteinssonar við Siglufjarðarkirkju. Það verður hátíðarávarp frá bæjarstjóra, nýstúdent Jón Pétur Erlingsson leggur blómsveig að minnisvarðanum. Kirkjukór Siglufjarðar syngur nokkur lög.

Öll söfnin í Fjallabyggð verða opin og einnig Slökkvilið Fjallabyggðar. Kaffiveitingar verða í Þjóðlagasetrinu.

Rútuferðir verða frá Siglufirði kl. 12:30 og 13:30 og frá Ólafsfirði 16:00 og 17:30.