Rektor Háskólans á Hólum hefur kynnt áform háskólans um að byggja húsnæði undir kennslu- og rannsóknaraðstöðu skólans á Sauðárkróki, sem jafnframt myndi hýsa nýsköpunarklasa. Sveitarfélagið Skagafjörður vinnur að því að finna lóð sem hentar undir þessa starfsemi skólans.

Byggðarráð Skagafjarðar fagnar metnaðarfullum áformum Háskólans á Hólum til frekari eflingu og framþróunar starfsemi hans.