Háskólinn á Hólum auglýsir starf umsjónarmanns fiskeldistilrauna

Háskólinn á Hólum auglýsir starf umsjónarmanns fiskeldistilrauna laust til umsóknar.  Háskólinn á Hólum sérhæfir sig á sviði ört vaxandi atvinnugreina eins og ferðaþjónustu, hestafræða og fiskeldis- og fiskalíffræði.

Ábyrgðarsvið
Umsjónarmaður eldistilrauna í tilraunaaðstöðu Háskólans á Hólum í Verinu Vísindagörðum.
Ábyrgð á daglegri umhirðu eldistilrauna.
Ábyrgð á umgengni og þrifum á rannsóknaaðstöðu.
Skráning gagna og vinna við rannsóknir á tilraunastofu.
Þátttaka í skipulagningu, hönnun, smíðum og viðhaldi kerfa til fiskeldisrannsókna.
Umsjón fiskeldis aðra hvora helgi ásamt bakvöktum.

Um er að ræða 100% stöðu. Laun eru samkvæmt samningum ríkisins við viðkomandi stéttarfélag.  Umsóknarfrestur er til 1. desember 2014 og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Við hvetjum bæði karla og konur til að sækja um.

Nánar má lesa á Starfatorg.is